Fara í efni

Samasem - útskriftarsýning í Listagilinu

Samasem verður opnuð í Listagilinu í kvöld.
Samasem verður opnuð í Listagilinu í kvöld.

Í kvöld, 27. nóvember, kl. 20 opna ellefu útskriftanemar af myndlistar- og hönnunar- og textílkjörsviði VMA sýningu á verkum sínum í sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10, í Listagilinu. Sýninguna kalla nemendurnir Samasem. Allir þessir ellefu nemendur útskrifast frá VMA þann 19. desember nk., þar af eru fimm á hönnunar- og textílkjörsviði og sex á myndlistarkjörsviði. Verk útskriftarnemanna hafa verið unnin undir handleiðslu Borghildar Ínu Sölvadóttur og Véronique Anne Germaine Legros út frá þeim aðferðum sem nemendur hafa tileinkað sér í námi sínu og unnið sjálfstætt á þessari önn. Á sýningunni verður margt áhugavert að sjá; húsgögn, ljósmyndir, málverk, teikningar, klæðnað, textílverk og innsetningarverk.

Þeir sem eiga verk á sýningunni eru:

Anna Dóra Sigurðardóttir
Elín María Heiðarsdóttir
Filippía Svava Gautadóttir
Freydís Björk Kjartansdóttir
Guðlaug Jana Sigurðardóttir
Helgi Freyr Guðnason
Hermann Kristinn Egilsson
Katla Ósk Rakelardóttir
Lára Ingimundardóttir
Saga Snorradóttir
Tekla Sól Ingibjartsdóttir

Sem fyrr segir verður sýningin opnuð kl. 20 í kvöld og einnig verður hún opin á morgun og sunnudag kl. 14 til 17 báða dagana.