Fara í efni

Ræddu um kynþætti og þjóðerni í Porvoo

VMA-nemarnir (f.v) Agnesa, Ágúst og Freydís.
VMA-nemarnir (f.v) Agnesa, Ágúst og Freydís.

Fyrir páska – dagana 3.-7. apríl - fóru þrír nemendur af viðskipta- og hagfræðibraut VMA - Agnesa Kryeziu, Ágúst Örn Víðisson og Freydís Erna Guðmundsdóttir – til Porvoo í Finnlandi ásamt kennara sínum, Katrínu Harðardóttur, til þss að taka þátt í Nordplus-verkefni sem fjallaði um mismunandi kynþætti, þjóðerni, siði og venjur. Í verkefninu tóku einnig þátt nemendur frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi og Litháen.

Nemendur á viðskipta- og hagfræðibraut hafa í vetur tekið þátt í þessu verkefni sem kallast á ensku „Promote tolerance-celebrate diversity“. Fyrsti fundur eða ráðstefna í verkefninu var í VMA í september á síðasta ári og þá var þemað kynhneigð fólks frá ýmsum hliðum. Í mars fór þriggja nemenda sendinefnd með Hálfdáni Örnólfssyni til Nyköbing í Svíþjóð og þá var þemað stéttskipting. Síðasti fundur vetrarins í verkefninu verður um miðjan maí og þá liggur leiðin til Litháen þar sem „kynslóðir“ verður umfjöllunarefnið.

Hér er Fb.síða verkefnisins og hér er vefsíða þess.