Fara í efni

Opinn kynningarfundur í VMA um AR-tækni og þrívíddarprentun

Þrívíddartæknin gefur sannarlega ýmsa möguleika.
Þrívíddartæknin gefur sannarlega ýmsa möguleika.

Í dag, föstudaginn 14. október, kl. 13:00 verður opinn kynningarfundur (án endurgjalds) í M01 í VMA um svokallaða AR-tækni og nýja möguleika í þrívíddarprentun. Fundurinn er á vegum samstarfsverkefnis Háskólans á Akureyri og Polytechnic University í Búkarest í Rúmeníu (ARTE3DP) í samvinnu við VMA og FabLab á Akureyri (FabEy), sem verður staðsett í VMA.
Á fundinum munu Jón Þór Sigurðsson, þrívíddarhönnuður og verkefnisstjóri FabLab á Akureyri og Albertína F. Elíasdóttir, stjórnarmaður í FabEy, fara yfir hugmyndafræðina sem að býr að baki FabLab, 3D hönnun og prentun. Síðan verða þrjú erindi á ensku um AR-tæknina og tengsl hennar við þrívíddarhönnun. Fyrirlesarar verða Catalin Amza, Dr. Diana Popescu og Dr. Theodora Chicioreanu.
Að loknu kaffihléi verður kynning á hinu nýju FabLab smiðju í VMA, sem verður opnuð áður en langt um líður. FabLab á Akureyri er samstarfsverkefni VMA, Nýsköpunarmiðstöðvar, SÍMEY og Akureyrarbæjar en ýmsir aðrir aðilar koma að rekstri og uppsetningu smiðjunnar.