Fara í efni

Opið hús á listnáms- og hönnunarbraut í kvöld

Það verður margt að sjá á opnu húsi í kvöld.
Það verður margt að sjá á opnu húsi í kvöld.
Fastur liður í starfi listnáms- og hönnunarbrautar VMA í lok hverrar annar er opið hús þar sem nemendur brautarinnar sýna afrakstur vinnu sinnar á önninni. Eins og gefur að skilja er mörg áhugaverð verk og hluti að sjá enda starf brautarinnar afar fjölbreytt. Sýnd verða myndverk af ýmsum toga - t.d. akrílverk, skúlptúrar og margt fleira og í textílhlutanum gefur t.d. að líta vefnað og fatnað af ýmsum toga.
Opna húsið verður í kvöld, fimmtudag, kl. 20 til 21:30 og er ástæða til að undirstrika að allir eru hjartanlega velkomnir. Enginn verður svikinn af því að skoða fjölbreytta og skemmtilega vinnu nemenda.
Einnig er vert að benda á að nú stendur yfir í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri sýning þeirra níu nemenda sem útskrifast af listnáms- og hönnunarbraut VMA fyrir jól. Sýningin verður opin til 11. desember, þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýninguna og aðrar sýningar á vegum Listasafnsins á Akureyri er á fimmtudögum kl. 12.15. Aðgangur að sýningunni í Ketilhúsinu er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.