Fara í efni

Nýnemahátíð í dag - kennslu lýkur um hádegi

Þétt setinn bekkurinn á nýnemahátíðinni í fyrra.
Þétt setinn bekkurinn á nýnemahátíðinni í fyrra.

Efnt verður til nýnemahátíðar í VMA í dag þar sem nýnemar verða með formlegum hætti boðnir hjartanlega velkomnir í skólann. Vegna hátíðarinnar fellur öll kennsla í skólanum niður frá hádegi.

Undanfarna daga hafa nýnemar farið í ferðir út fyrir bæinn. Tvær ferðir voru í síðustu viku og tvær í þessari. Veðurguðirnir voru kannski í besta skapinu í síðustu viku en voru í þeim ljúfari í þessari viku. Farið var fram í Eyjafjörð og stoppað í Kristnesi, á Smámunasafninu og á Hólavatni. Ferðirnar tókust afar vel og nemendur og starfsmenn skólans skemmtu sér hið besta.

„Við ætlum að byrja þetta klukkan tólf með grillveislu þar sem vonumst til þess að sjá alla nemendur – bæði nýnema og eldri nemendur -  og starfsmenn skólans. Þar verða í boði grillaðir hamborgarar og gos.  Kennsla fellur niður frá klukkan tólf,“ segir Pétur Guðjónsson, viðburðastjóri VMA.

Að grillveislunni lokinni segir Pétur að við taki einskonar ratleikur fyrir nýnema – sem felur í sér hinar ýmsu þrautir sem þeir þurfa að leysa.

Í kvöld verður síðan nýnemaball haldið á Pósthúsbarnum og stendur það frá kl. 21 til 24. DJ Knutsen sér um tónlistina. „Staðsetning á nýnemaballinu utan veggja skólans breytir því ekki að um ballið gilda skólareglur og í því felst að skemmtunin verður áfengislaus og því verður fylgt fast eftir,“ segir Pétur.