Fara í efni

Kampakátir með afrakstur vetrarins

Ánægðir með gott dagsverk.
Ánægðir með gott dagsverk.
Þessa vikuna keppast nemendur við að ljúka verkefnum annarinnar enda skammnur tími til stefnu - kennslu lýkur á morgun, föstudag, og eftir helgi taka prófin við.
Sem sagt uppskerutími á öllum námsbrautum, þar á meðal á málmiðnaðarbraut. Nemendur sem eru að ljúka námi eða eru langt komnir með námið hafa á þessari önn unnið ötullega að því að smíða tvær kerrur og hver nemandi hefur einnig smíðað sér ferðagrill og búkka. Öllu þessu var lokið í gær og að loknu góðu dagsverki var afrakstrinum stillt upp norðan aðstöðuhúss málmiðnaðarbrautar og mynd smellt af nemendahópnum.
Nú þegar er búið að selja aðra kerruna en hin er til sölu. Hér gildir hið fornkveðna að fyrstur kemur, fyrstur fær. Áhugasömum er bent á að hafa samband við kennara málmiðnaðardeildar VMA. Kerran er hálfur annar metri á breidd og þriggja metra löng.