Fara í efni

Fjölmenn Ljósaganga

Göngufólk í kirkjutröppunum. Mynd: HF.
Göngufólk í kirkjutröppunum. Mynd: HF.

Í gær hófst 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi, eins og við greindum frá hér á heimasíðunni. Ljósaganga markaði upphafið á átakinu og var hún gengin síðdegis í gær frá VMA og niður að Akureyrarkirkju og áfram niður á Ráðhústorg. Ánægjulegt var að sjá hversu fjölmenn gangan var. Hilmar Friðjónson, kennari við VMA, var einn göngumanna og hann tók fjöldan allan af skemmtilegum myndum.

Í þessu 16 daga átaki er spjótum beint að vitundarvakningu og aðgerðum er lúta að margþættum snertiflötum kynbundins ofbeldis og hernaðarhyggju, ásamt því að sýna  tengslin á milli baráttu fyrir efnahagslegum og félagslegum réttindum og baráttunnar til að binda endi á kynbundið ofbeldi.