Fara í efni

Önnur sýningarhelgi á 101 Reykjavík

Leikritið 101 Reykjavík er sýnt í Rýminu.
Leikritið 101 Reykjavík er sýnt í Rýminu.

Fjórða sýning Yggdrasils – leikfélags VMA á 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar verður í kvöld, föstudaginn 31. október, kl. 20 og fimmta sýningin verður annað kvöld, 1. nóvember, kl. 20. Sýningarnar eru í Rýminu, Hafnarstræti 57 (gömlu Dynheimar).

Almennt verð á sýninguna er kr. 2500 en félagar í nemendafélögum VMA og MA fá miðann á 2000 kr. Þá miða er ekki hægt að kaupa í gegnum vefinn, heldur þarf að kaupa þá í miðasölu Menningarhússins Hofs. Síminn þar er 450 100. Einnig er hægt að kaupa miða í Samkomuhúsinu sýningardagana og hefst miðasalan þremur tímum fyrir sýningar. Þá verða miðar seldir við innganginn í Rýminu hálftíma fyrir sýningu.
Á vefnum er miðasala á www.leikfelag.is og www.midi.is