Fara í efni

Nefndir og ráð

Samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 skal skólanefnd og skólaráð vera starfandi við framhaldsskóla. Í skólanum skal einnig vera boðað til skólafundar og kennarafundar. Hægra megin á síðunni er að finna upplýsingar um þá aðila sem eiga sæti í nefndum og ráðum Verkmenntaskólans á Akureyri. Hér að neðan eru upplýsingar um fundi sem haldnir eru á starfstíma skólans. 

Kennarafundur

Almennir kennararfundir fjalla um stefnumörkun í starfi skólans, m.a. námsskipan, kennsluhætti, gerð skólanámskrár, skipulag starfstíma skólans, tilhögun prófa og námsmat. Skólanefnd, skólameistari og skólaráð geta leitað umsagnar kennarafundar um önnur mál, þ.á.m. um ráðningu í stjórnunarstörf við skólann. Kennarafundur getur haft frumkvæði að því að mál komi til meðferðar skólanefndar og/eða skólaráðs. 

Skólafundur

Skólafundur er haldinn a.m.k. einu sinni á skólaári. Rétt til setu á skólafundi eiga allir starfsmenn skóla ásamt fulltrúum nemenda samkvæmt nánari ákvörðun skólameistara. Á skólafundi er rætt um málefni viðkomandi skóla. Skólameistari boðar til fundar, leggur fram dagskrá og stýrir fundi eða felur öðrum stjórn hans. Fundargerð skólafundar skal kynnt skólanefnd. Skylt er skólameistara að halda skólafund ef þriðjungur fastra starfsmanna skóla krefst þess.

Stjórnendafundur

Stjórnendafundir VMA eru haldnir vikulega með þátttöku skólameistara, aðstoðarskólameistara, áfangastjóra, sviðsstjóra, gæðastjóra, náms- og starfsráðgjöfum og skrifstofustjóra. Fundirnir eru boðaðir af skólameistara með dagskrá og fundagerð haldin. Stjórnendafundir eru samráð stjórnenda um ýmsi málefni er varða skólann, nám og kennslu og nemendur. Nemendur, stjórnendur og starfsfólk geta vísað málum til stjórnendafundar. 

Í VMA er starfsrækt foreldraráð, kennarafélag og nemendafélagið Þórduna. 

Uppfært 5. október 2016
Getum við bætt efni síðunnar?