Fara í efni

Fjölgreinabraut

Athygli er vakin á því að þessi braut er ekki ætluð nýnemum
Á fjölgreinabraut taka nemendur breiðan brautarkjarna sem inniheldur m.a. náttúrulæsi, menningarlæsi, og lokaverkefni auk kjarnagreina. Nemendur velja síðan 98 einingar úr námsframboði skólans en þær einingar geta verið hvort heldur sem er úr bóknámi eða verknámi. Brautin er góður undirbúningur fyrir háskólanám í þeim greinum sem nemendur kjósa að sérhæfa sig í.

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Námi á fjölgreinabraut lýkur með stúdentsprófi. Námstími er 3 – 4 ár og ætli nemandi að ljúka námi á 3 árum þarf hann að ljúka 67 einingum að jafnaði á ári. Við námslok skal hlutfall eininga á 1. þrepi vera 17 - 33%, á 2. þrepi 33 - 50% og á 3. þrepi 17 - 33% .

Einnig er hægt er að ljúka stúdentsprófi með tónlistaráherslu í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri. Sjá hér.

Kynningarmyndband

Nánari brautarlýsing Námsferilsáætlun

BRAUTARKJARNI             1.ÞREP 2.ÞREP 3.ÞREP  
Íslenska ÍSLE 2HS052KB05       0 10 0  
Enska ENSK 2LS05         0 5 0  
Stærðfræði STÆF 2TE05         0 5 0  
Danska DANS 2OM052LN05       0 10 0  
Heilsa og lífstíll HEIL 1HH04 - 1HD04       8 0 0  
Lífsleikni LÍFS 1SN021SN01 - 1FN04     7 0 0  
Náttúrulæsi NÁLÆ 1UN05         5 0 0  
Menningarlæsi MELÆ 1ML05         5 0 0  
Lokaverkefni LOVE 3SR05         0 0 5  
              _____________ _____________ _____________  
            25 30 5 =60
Bundið áfangaval - Nemendur velja að lágmarki 15 ein.
Enska ENSK 2RM05 → 3VG05 - 3SS05 - 3FV05 - 3TT05 - 3MB05 - 3VV05    
Stærðfræði STÆF 2AM05 - 2RH05 - 2VH05 - 3FD05 - 2LT05 - 3ÖT05 - 2JG05 - 3HD05  
                  =15
Bundið áfangaval - Nemendur velja 10 af 40 ein.    
Íslenska ÍSLE 3BB05 - 3KF05 - 3TS05 - 3ÞH05 - 3FS05 - 3KS05 - 3BL05 - 3AB05
                     
                  =10
Bundið áfangaval - Nemendur velja 2 af 5 ein.*
Hreyfing HREY 1BO01 - 1JÓ01 - 1ÚT01 - 1AH01 - 1SU01        
*Þegar nemendur eru að velja áfanga fyrir næstu önn þá er mikilvægt að þeir velji tvo HREY áfanga, annan í aðalval og hinn í varaval. =2
Bundið áfangaval - Nemendur velja 15 einingar í einni grein
Þýska ÞÝSK 1RL051HT051RS05            
Spænska SPÆN 1RL051HT051RS05            
                  =15
Óbundið val - Aðrir áfangar sem nemandi tekur sem eru ekki hluti af brautarkjarna eða bóknámssérhæfingu brautar.
                    =98
                 
                Einingafjöldi brautar = 200
Getum við bætt efni síðunnar?