Fara í efni

Cooperation with Charlottenlund VGS


Verkmenntaskólinn á Akureyri, VMA, er fjölbrautaskóli með um það bil 1200 nemendur.
Charlottenlund Videregaende Skole er verkmenntaskóli í Þrándheimi í Noregi.
Þessir tveir skólar eru að sumu leyti mjög sambærilegir varðandi námsframboð og nemendahópinn sem sækir skólana.   Vefur um alþjóðleg samskipti í VMA.

VMA og Charlottenlund sóttu um styrki til að senda kennara og nemendur milli skólanna til að kynnast náminu, aðstöðu og aðferðum.
Hér er um að ræða tvo styrki, annar fyrir vinnu við tækni og iðnmenntun og hinn vegna vinnu við listnám og hárgreiðslu.

 

 

 

Torkild Svorkmo-Lundberg er einn af þeim sem sér um alþjóðleg tengsl í þeim skóla. Hann kom í heimsókn í VMA laugardaginn 5. október 2013. Hann skoðaði skólann og átti fund með Jóhannesi Árnasyni úr VMA. Þessi tengsl komu til vegna þess að VMA stýrði verkefni í Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun ES og ein stofnunin í því verkefni er Skjetlein skólinn í nágrenni Þrándheims. Sá skóli er fyrst og fremst landbúnaðarskóli. Ingvild Espelien sem tók þátt í verkefninu fyrir hönd Skjetlein skólans er systir Torkilds. Þannig frétti hann um VMA og þegar hann hafði tækifæri til að koma óskaði hann eftir því að fá að skoða og ræða um mögulegt samstarf.

Hér er fundargerð af fundinum 5. október 2013.
Fundargerð 5. okt 2013, PDF skjal sem hentugt til að prenta.

Torkild Svorkmo-Lundberg is an international coordinator at Charlottnlund College, Trondheim, Norway.  He came to VMA for a visit October 5th 2013 and met with Jóhannes Árnason. After this visit it was decided that VMA and Charlottenlund would team up and send in applications for international cooperation.  As the two colleges are similar it is likely that practice can be transferred between the two colleges.

Here is an english report from the meting 5. okt 2013, PDF.

 

   

 


Getum við bætt efni síðunnar?