Safnkostur

Safnkostur Bókasafns VMA Bćkur. Allar bćkur safnsins eru tölvuskráđar í skráningarforritiđ MIKROMARC og í lesrými safnsins er tölva fyrir notendur ađ

Safnkostur

Safnkostur Bókasafns VMA

Bækur. Vinnugleði

Allar bækur safnsins eru tölvuskráðar í skráningarforritið MIKROMARC og í lesrými safnsins er tölva fyrir notendur
að fletta í.

Verið er að tengja eintök safnsins við Gegni, samskrá íslenskra bókasafna. Í framtíðinni verður því hægt að leita að safngögnum VMA í samskránni.

Bókaeign eykst jafnt og þétt og innkaup miðast eingöngu við þarfir kennara og nemenda, sem vinna verkefni og heimildaritgerðir á safninu. Einnig er reynt að eiga eitt eintak af hverri kennslubók sem kennd er í skólanum.

Reynt er að halda þeirri stefnu að kaupa aðeins eitt eintak af hverri bók til að eignast sem flesta titla. Þetta hefur komið vel út, en vegna þessa er ekki hægt að lána út bækur sem verið er að vinna upp úr hverju sinni.

Skráðir titlar (fyrir utan tímarit) eru 15.000 (haust 2011) og það er óhætt að segja að lang mestur hluti safnsins er á hreyfingu einhvern hluta vetrar.

Orðabækur

Orðabækur eru festar með bandi við nokkur lesborð. Einnig er hægt að fá lánaðar orðabækur hjá bókavörðum og kvitta fyrir í þar til gerða bók.

Handbækur

Hvorki orðabækur né handbækur eru lánaðar út af safninu. Þær eru merktar með rauðri doppu og raðað í handbókahillur.

Kennslubækur

Þær eru geymdar inni á skrifstofu bókavarða og lánaðar fram á safnið eða í kennslustofur.

Tímarit

Tímaritin eru ekki tölvuskráð. Tímarit í áskrift eru 95. Fagtímarit eru í meirihluta, flest í áskrift en þó nokkur berast reglulega að gjöf, t.d. gaf Flugfélag Íslands um langt árabil áskrift að þremur flug- og fallhlífastökkstímaritum. Þá berast ótal blöð og fréttabréf ókeypis. Alls fær safnið um 180 tímaritatitla reglulega.    Efnið í tímaritum er efnisskráð eins mikið og hægt er.

         
          Tímarit.is
: stafrænt bókasafn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu
          formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi
          og Íslandi.

Kennsluvefir

  • Nokkrir bókaverðir í framhaldsskólum hafa þýtt kennsluvef í upplýsingalæsi.  Hann er  "notendavænn" og við hvetjum þá sem vilja kynna sér meðferð heimilda að skoða þennan vef http://www.upplysing.is/upplysingalaesi//

  • Kennsluvefur á BBC Ýmislegt forvitnilegt fyrir kennara, nemendur og foreldra

Dagblöð

Dagblöð eru í áskrift og berast einnig reglulega frá velunnurum og nú er búið að koma upp úrklippusafni. Safnað er greinum úr dagblöðum sem talið er að gætu nýst sem heimildir í verkefni og ritgerðir, þær skráðar eftir efni í efnisorðaskrá og geymdar í "verkefnabunkum". Þá er safnið áskrifandi að greinasafni Morgunblaðsins.
Safnið á því þykkt og mikið efnisorðasafn, sem nýtist vel með Gegni, greinasafni Mbl, hvar.is og fleiri gagnagrunnum.

Nýsigögn

Hljóðbækur og fræðsluefni á geisladiskum.  Lítið notað : Myndbönd, snældur, litskyggnur

 Netið

Allar tölvur bókasafnsins eru nettengdar og eru einkum ætlaðar fyrir heimilda- og upplýsingaöflun á internetinu, ásamt því að vinna verkefni og heimildaritgerðir.

Ljósritun

Mörg síðastliðin ár hefur nemendafélagið staðið fyrir því að nemendur hafa haft aðgang að ljósritunarvél. Hún er á safninu og geta nemendur keypt ljósritunarkort hjá bókavörðum

Tölvukostur bókasafnsins

Sextán tölvur eru í tölvustofu bókasafnsins. Að auki eru þrjár á safninu.

Prentari

Á bókasafninu er prentari fyrir nemendur. Hann er tengdur við allar tölvur skólans

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00