Safnkennsla

Safnkennsla Nýnemar koma í safnakynningu á hverju ári.  Safniđ lokar á međan kynningu stendur. Nýnemar koma svo í framhaldinu í safnkennslu ţar sem kennd

Safnkennsla

Safnkennsla

Nýnemar koma í safnakynningu á hverju ári.  Safnið lokar á meðan kynningu stendur.

Nýnemar koma svo í framhaldinu í safnkennslu þar sem kennd er leit á bókasafni, notkun handbóka og rafrænna gagnasafna og tímarita.

Hópar eldri nemenda koma síðan í safnakennslu í tengslum við verkefni og ritgerðir sem þeir eru að vinna.

Það er ef til vill mikil bjartsýni, en með fleiri stöðugildum, láta bókaverðirnir sig dreyma um svo margt, svo margt. Eitt af því er safnkynning fyrir fleiri nemendur, ekki síst í iðn- og tæknigreinum.

Ef aðstæður leyfa verður möguleiki að hafa samvinnu við kennara um að taka nema inn á safn í faghópum ásamt kennara og kynna fyrir þeim möguleikana sem þeir hafa til að nýta sér safnið. Slíkt þarf helst að gera um leið og starf byrjar í skólanum og áður en vinna nemenda hefst fyrir alvöru á safninu. Þetta hefst aðeins með góðu samstarfi kennara viðkomandi hópa og bókavarða.Hér er unnið í öllum hornum

Ef til vill væri hægt að hugsa sér tvo samliggjandi tíma fyrir hvern hóp síðla dags þegar erill dagsins minnkar.

Nokkrir bókaverðir í framhaldsskólum hafa þýtt kennsluvef í upplýsingalæsi.  Hann er  "notendavænn" og við hvetjum þá sem vilja fá sem mest út úr bókasöfnum og kynna sér meðferð heimilda að skoða þennan vef http://www.upplysing.is/upplysingalaesi//

Gagnvirk próf í safnkennslu

Nú er tilraun í gangi á bókasafninu að setja hluta af safnkennslunni á netið. Tilbúið er lítið sýnishorn af gagnvirku prófi. Áhugafólk getur spreytt sig á örfáum sýnishornum. Gaman væri að heyra hvernig ykkur finnst. Er þetta allt of auðvelt eða of snúið, vantar frekari leiðbeiningar o.s.frv.? Netfangið mitt er sirry@vma.is.

Hvað er kennt í safnkennslunni?

Öllum bókum er raðað eftir efni í númeraröð frá 000 - 999.999... Flokkunarkerfið er það útbreiddasta í heiminum og nefnt eftir höfundinum, Dewey.
Flokkunarkerfið hangir uppi á bókasafninu til að auðvelda notendum að átta sig á flokkun safnkostsins í grófum dráttum.
Safnkosturinn er skráður í tölvu, en ekki tímaritin. Hægt er að leita að höfundi, titli eða efni. Ef bókin finnst í tölvu er hægt að sjá í ritalýsingunni hvar hún er flokkuð.
  •  Notkun handbóka
Handbækur og orðabækur eru merktar með rauðri doppu rauðkúla.gif (178 bytes) og ekki lánaðar út af safninu
  •  Notkun tímaritalykla 
Nýjustu tímaritunum er raðað í stafrófsröð í hillurnar í tímaritaskotinu við gluggana. Mörg tímarit eru efnisskráð eða lykluð. Eldri tímaritin eru geymd inni í lesstofu. Tímaritin eru ekki lánuð út nema með sérstöku leyfi bókavarða.
  •  Heimildaleitir á vefnum
Góðar leiðbeiningar um netheimildir er að finna á vef  Upplýsingar 

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00