Framhaldsskólasöfn

Framhaldsskólasöfn Hvađ er framhaldsskólasafn? Ef til vill má segja ađ framhaldsskólasafn sé samastađur alls starfsfólks skólans. Fólk kemur í mismunandi

Framhaldsskólasöfn

Framhaldsskólasöfn

Verkefnavinna á safninuHvað er framhaldsskólasafn?

Ef til vill má segja að framhaldsskólasafn sé samastaður alls starfsfólks skólans. Fólk kemur í mismunandi erindagjörðum en safnið reynir að uppfylla þarfir þeirra sem þangað leita. Oftast er hægt að afgreiða gestina á staðnum en stundum þarf að leita út fyrir skólann.

Önnur bókasöfn

Samstarf hefur verið mikið og gott við önnur bókasöfn á Akureyri. Bæði hefur nemendum og kennurum verið vísað til þeirra eða bækur fengnar að láni milli safna, svokallað millisafnalán..

Gagnasöfn

Framhaldsskólasöfnin í dag eru alþjóðleg í þeim skilningi að með nettengingu er hægt að skoða gagnasöfn innanlands og utan. Vefurinn hvar.is er þjónustuvefur fyrir landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum.

Gegnir

GEGNIR er samskrá íslenskra bókasafna. Þar eru upplýsingar um bækur, tímarit og annan safnkost mismunandi safnategunda, s.s. almennings-, skóla- og rannsóknasafna.
Í byrjun apríl 2004 bættist Fengur, skrá Borgarbókasafns, við og smátt og smátt munu skrár flestra ef ekki allra safna á Íslandi bætast við. Aðildarsöfn kerfisins eru þau söfn sem nota GEGNI sem sitt bókasafnskerfi, en allmörg söfn önnur hafa samskráraðild, þ.e. rit þeirra eru skráð í kerfið að hluta til eða öllu leyti.

Það er landsaðgangur að að Gegni. Það merkir að landsmenn hafa áskrift að gagnasafninu á netinu.

Samskráraðild að Gegni

Bókasafn Verkmenntaskólans á Akureyri var með samskráraðild að GEGNI og skráði allan erlendan ritauka sinn þar. Nú er því lokið í bili því beðið er eftir að söfn framhaldsskólanna skrái allan sinn safnkost í Gegni. En samskráráðildin hefur aukið millisafnalánin nokkuð því nú geta þeir sem hafa aðgang að Gegni pantað bækur héðan. Það er þó yfirlýst regla að nemendur og annað starfsfólk VMA hefur forgang um notkun.

Þjónusta við aðila utan skóla

Stundum berast okkur fyrirspurnir um bækur eða heimildir um eitthvað ákveðið efni frá aðilum utan skólans. Oftast tengjast fyrirspurnir greinum sem kenndar eru við skólann s.s. tækni- eða iðngreinum, því bókasafnið á gott safn tæknihandbóka og fagtímarita.

Verkefna- og ritgerðavinna

Vinna nemenda á safninu er geysilega mikil og eykst alltaf. Það er ánægjulegt hvað kennarar eru duglegir að nýta sér safnið við kennsluna. Nokkuð fer þetta eftir kennurum og áföngum, en verkefnahillunum, þar sem heimildabækurnar eru geymdar, fjölgar stöðugt og bunkarnir verða margbreytilegri.

Til gamans má nefna nokkur dæmi um verkefni: „Upphaf og saga frjálsra íþrótta á Íslandi“, „Stálskipasmíði„, „Sálmar á lærdómsöld“, „Fósturþroski“, „Þurrabúðarfólk“, „Saga lækningaáhalda“, „Skuldir ríkja í Suðrinu“, „Loftsteinar“, „Tamílar í Indónesíu“, „Tertíertíminn á Íslandi“, „Geðræn vandamál og sakhæfi“, „Slysavarnaskóli sjómanna“, „Málaralist á Ítalíu í háendurreisn“, „Áföll og kvíðavaldar í lífi barna“, „B. Spinoza“, „Ástarljóð Bjarna Thorarensen“.

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00