Allt um bókasafniđ

Bókasafniđ í VMA Starfstími safnsins hefst viku fyrir skólasetningu á haustin og endar viku eftir skólalok á vorin. Starfsdagur er frá 8.00 - 18.00 mán -

Um bókasafniđ

Bókasafnið í VMA

Mynd af safniStarfstími safnsins hefst viku fyrir skólasetningu á haustin og endar viku eftir skólalok á vorin. Starfsdagur er frá 8.00 - 18.00 mán - fim og 8.00 - 15.00 föstudaga.

Bókasafnið er 325 fermetrar og lesaðstaða fyrir 73.

Starfsmenn bókasafnsins

Rannveig Karlsdóttir og  Sigríður Sigurðardóttir.  Einnig starfa nemendur á safninu .  

Safnkostur

Á við um allt efni bókasafnsins og búnað. 

Lagasafn Bókasafns VMA

  • Allar bækur sem fengnar eru að láni og farið með út af safninu, verður að skrá út.
  • Hljóðleg umgengni er nauðsynleg til að vinnufriður haldist.
  • Neysla matar og drykkjar er ekki leyfð.
  • Tölvur safnsins eru fyrir nemendur sem eru að vinna verkefni og ritgerðir
  • Þegar þið skilið verðið þið að afhenda bækurnar bókaverði.

Kynningar

Kynningar ýmis konar eru í gangi allt árið. Sýningar á verkum nemenda í barna- og afþreyingarbókmenntum hafa notið mikillar hylli, enda eru þar inn á milli teiknimyndasögur og "rómanar" á heimsmælikvarða.

Námsráðgjafi

Námsráðgjafi hefur sérstaka hillu á safninu, þar sem liggja frammi nýjustu upplýsingar um innlenda og erlenda skóla og námskeið.

Útibú safnsins

Fagtímarit sem keypt eru á safnið eru látin liggja frammi í tímaritahillu í nokkrar vikur, en þá fara þau á verkstæðin, þar sem þau eru geymd. Vélstjóranemar höfðu samband við bókaverði og vildu gjarnan fá bókahillur í "afslöppunarhorn" út í deild hjá sér. Hillurnar eru komnar, eitthvað af efni frá kennurum og bókasafni og nokkrir gamlir árgangar af fagblöðum þeirra og láta þeir vel af þessu fyrirkomulagi.

Fagbækur eru á safninu nema annars sé óskað.

Hollvinafélag bókasafnsins

Hollvinafélag bókasafnsins var stofnað 28. nóvember 1996. Það verður sérstakt markmið bókavarða í framtíðinni að sjá til þess að hollvinir allir hafi hinar verðugu reglur félagsins í heiðri.

Gjafir

Bókasafninu berast stundum gjafir. Það liggur við að það sé sama hvað þær innihalda, allt nýtist hér. Hvort sem það eru bækur um olíubrennslu í fiskiskipum, tímarit fyrir sykursjúka eða Rauðu ástarsögurnar, það er verið að kenna þetta allt. Þannig að ef það falla til bækur og blöð í tiltekt hjá ykkur - munið þá eftir bókasafninu - takk. Látið það berast um alla heimsbyggðina.

Flugfélag Íslands (Norðurlands) gaf á sínum tíma áskrift að nokkrum flug- og fallhlífastökkstímaritum og Sigurður Aðalsteinsson flugmaður gaf í mörg ár áskrift að fallhlífastökkstímariti. Einnig eru nokkrir hollvinir úti í bæ, er koma reglulega með tímarit sem þeir eru áskrifendur að.

Veglegasta bókagjöf sem bókasafnið hefur fengið var frá Anitu S. Björnsson, en hún gaf stóran hluta af safni Geirs S. Björnssonar bókaútgefanda.

Gamlir nemendur hafa hugsað hlýlega til safnsins þegar þeir eru að laga til hjá sér og njótum við stöðugt góðs af bókum og tímaritum sem berast frá þeim.

Þá hafa afmælisárgangar oft gefið bókasafninu góðar handbækur við skólaslit á vorin.

Annáll safnsins

Hér eru talin upp nokkur merkisár í sögu safnsins.

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00